Mamma ætlar að sofna (Icelandic)
Sestu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Mamma ætlar að sofna.
Mamma er svo þreytt.
– Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimum
uppfyllast má.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna,
systir mín góð. Uploaded by | P. T. |
Source of the quotation | http://bragi.info |
|
Mama aludni szeretne (Hungarian)
Ülj mellém, kishugom,
húzódj ide.
Ne halljék szavunk se
az alkony csöndjibe.
Ne halljék szavunk se,
hát csöndbe légy.
Mama aludni, szunnyadni szeretne.
Csönd van, sötét.
Mama aludni szeretne,
oly pilledt, fakó,
tengernyi a gondja,
csak aludnia jó.
Tengernyi a gondja -
és terve, vágya sok.
Az álomvilágban
mind betelni fog.
Ne halljék szavunk se
e szép alkonyon.
Mama aludni szeretne,
csönd, kishugom.
Uploaded by | P. T. |
Source of the quotation | http://jazsoli.blogspot.hu |
|